~~~~~ L A S - C H I C A S ~~~~~

9.8.06

Hennar hátign hafði þetta að segja!

Chippendales a Islandi



Chippendales á Broadway 18. ágúst

MIÐASALA Í FULLUM GANGI!

Hinir einu sönnu Chippendales eru á leiðinni til Íslands til að skemmta íslenskum konum sem aldrei fyrr. Hér er á ferðinni samansafn fullkomnustu karlmanna heims sem ferðast um heiminn með þann eina tilgang að dýrka kvenfólk og trylla það með magnaðri sýningu sem er ein sú vinsælasta og langlífasta í heimi.

Chippendales hópurinn var stofnaður í Los Angeles árið 1979 og fjórum árum seinna voru þeir búnir að slá í gegn í Bandaríkjunum og sýndu fyrir fullum húsum hvert sem þeir fóru. Síðan þá hafa þeir flakkað um heiminn með sýningu sína og sem fyrr hefur hún slegið í gegn í hverju einasta landi.

Það er engin tilviljun að hér er á ferðinni ein langlífasta og vinsælasta sýning heims; konur um víða veröld eru sammála um að sýningin er betri en kynlíf! Á hverju ári koma þeir fram í mörg hundruð borgum um allan heim til að skemmta milljónum kvenna - og aldrei nokkurn tíman hefur komið inn kvörtun! Þvert á móti, þá eru konurnar yfirleitt komnar upp á stóla snemma í sýningunni og farnar að yfirgnæfa tónlistina með öskrum. Í lok sýningar þýtur adrelínið um æðar þeirra sem aldrei fyrr.
Afslættir fyrir hópa eru fáanlegir í síma 580-8020.

Aldurstakmark er 18 ár og um tvö verðsvæði að ræða.
Sýningin hefst kl. 20:00 og búist er við að hún sé allt að 2.5 tímar. Húsið opnar kl. 19:00.

Opinber heimasíða Chippendales
Bravo! heimili Chippendales

1 Comments:

  • @ 8/11/2006 01:01:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    haha það væri bara fyndið að fara á þetta við verðum að fara á A-svæði!!!! ;) ...aumingja kristín að vera farin til Ítalu ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home

 
cerebral palsy
cerebral palsy